Það er eitt atriði sem fæstir virðast skilja en rétt að komi skýrt fram.
Einstaklingar mega ekki eiga merkjara. Það er alltaf þannig að félagið á merkjarann og hefur umráðarétt yfir honum. Félagið gerir samning við félagsmann sinn um að hann einn hafi lánsrétt á þeim merkjara sem hann vill, enda hefur viðkomandi félagsmaður stutt félagið fjárhagslega til að gera kaup á merkjaranum möguleg.
Síðan er annað sem að mér finnst að menn ættu að taka upp og vera grimmari. Þegar menn eru teknir við að spila utan leyfilegra svæða og merkjarar gerðir upptækir þá missir viðkomandi félagsmaður lánsrétt sinn yfir merkjaranum.
Félagið getur þá selt öðrum félagsmanni lánsrétt yfir þeim merkjara enda er það félagið sem stendur í því að fá merkjarann aftur til sín sem réttmætur eigandi merkjarans.
Það er einfaldlega þannig að það eru bjánar útum allt og enginn skortur á þeim á Íslandi. Þegar að menn brjóta reglur félagsins á þann hátt að merkjarar eru gerðir upptækir af þeim þá er það mín skoðun að menn eiga einfaldlega að missa lánsrétt sinn á þeim merkjara.
Kveðja,
Xavie