Ég var nú bara að meina mér til gamans að horfa á vegna þess að ég er ekki byrjaður að stunda þetta sjálfur, en ef ég skil þig rétt ertu að segja að það séu ekki mikið um myndbönd frá öðrum löndum að spila þetta!
Ég er alls ekki að segja þetta betra en eitthvað annað heldur bara er speed ball rosalega eins alltaf, og ekkert gaman að horfa á nema að maður þekki liðin og haldi með einhverjum, sem tildæmis ég hef ekki hugmynd um.
Það væri nú allt í lagi ef einhver má vera að, að senda in pistil um liðin bara eitt og eitt og hvernig þeir vinna og hvaða merkjara þeir nota, svona til skemmtunar og hvatningar á þessu áhugamáli.
En eitt annað sem mig langaði að vita um er hvort það sé ekki leyfilegt að eiga merkjara ef maður er með byssuleifi? og ef ekki er ekki hægt að reyna rímka reglurnar, þetta er að eyðileggja svo mikið fyrir sportinu og heldur svo aftur af því í að stækka þar sem þetta er svo erfitt að byrja og eignast búnaðinn.
Kv. Biggi