Hm..
Fyrir það fyrsta þá heitir bóndabærinn þar sem Litbolti er rekinn Lundur í nf., (eins og skógarlundur) en ekki lundi (eins og fuglinn). Nafnið beygist sem svo: Lundur um lund frá lundi til lunds. (en ekki Lundi, um lunda frá lunda til lunda, eins og fuglinn)
Jæja, þá er ég búinn að fá að vera leiðinlegur. Nú ætla ég að vera skemmtilegur:
Jú, það er örugglega ekki vitlaust að fríska aðeins upp á vellina í kópavoginum og góðar hugmyndir eru eflaust alltaf vel þegnar. Það er hins vegar svo að völlurinn er þannig upp settur að gæði og erfiðleikastig vallanna fara stigvaxandi og hefur verið reynt að hafa soldið ólíkt “look” á völlunum fjórum. Ég get ekki sagt að ég sé sammála þér, palli, um að völlur nr 2 (með dekkjum og tönkum) sé “of líkur hinu”. Völlur 1 er einfaldur og reglulegur og snyrtilegur. Völlur 2 er óreglulegri, en ekki mjög langur né breiður og býður upp á fjölbreyttara skjól og hálf “iðnaðarlegt” útlit. Völlur 3 er að mestu úr timbri og langstærstur og með grindverkum og vélbyssuhreiðrum sem skjóta má úr og hefur ef til vill átt að fanga “húsið á sléttuni” útlitið. Og loks er völlur 4 með bílhræjum og stóru húsi með mörgum gluggum auk turns, virkis, ofl ofl. (city look)
Hitt þætti mér gaman að prufa, að hafa einn stóran leik á vellinum, (fyrir LBFR, LIBS og hina) þar sem ALLT svæðið (þeas vellir 2, 3 og 4) væri notað sem vígvöllur þar sem fjósið væru höfuðstöðvar eins liðsins, og einhverskonar skúr (sem reistur yrði á veli nr 2, (með tönkunum) yrði höfuðstöðvar hins liðsins. Þannig væri kominn stór og fjölbreyttur vígvöllur og hægt væri að fara í einn langan og skemmtilegan leik.
Hitt er svo annað mál, að það er ekki létt og lítið verk að dytta að svona velli. Fyrir það fyrsta er flutningur á hráefni mjög erfiður inn á svæðið, og hlutirnir þurfa í senn að vera ódýrir, en nógu sterkbyggðir til að þola að spilað sé með þá, og að þeir þoli íslenska veðráttu og stöku drukkin bjálfa sem styttir sér leið yfir völlinn á leið heim í Kópavog eftir fyllerí í Reykjavík.