a) Álagningin á kúlunum er ekki meiri en gengur og gerist með álagningu á aðra vöru í þjóðfélaginu, hvað þá þegar tekið er tillit til kostnaðar og áhættu við rekstur fyrirtækisins.
b) Varasamt er að flytja einn egin kúlur því lítið þarf útaf að bregða við flutningana til að þær skemmist. Þannig er betra að kaupa stærri skamta og tryggja að sendingin sé meðhöndluð þannig alla leið að hún skemmist ekki.
c) Kúlurnar í Kópavogi eru geymdar við kjör-aðstæður í raka- og hitastilltu umhverfi. Þannig er tryggt að gæði þeirra eru sem mest. Auk þess er um gæða kúlur að ræða, frá einhverjum virtasta framleiðanda heims á þessu sviði, RP Scherer. Ef einhver kemur með kúlur utan að þá er alls óvíst hvort kúlurnar hafi verið geymdar við réttar aðstæður og geta skemmdar kúlur skemmt leikinn, gert hann hættulegri, og leiðinlegri fyrir bæði leikmenn og dómara. (fátt leiðinlegra en að vera alltaf að hreinsa byssuhlaup -oftast með kúlnahríð í kringum sig). Byssurnar eru ekki ódýrar og erfitt væri að finna sökudólginn ef einhver myndi skemmta byssuna sína með gallaðri kúlu eða skaða e-n annan með t.d. frosinni kúlu.
Það virðist því, að kúlurnar í Kópagovinum séu ekki hærra verðlagðar en annar varningur hérlendis, ef miðað er við gæði vörunnar og umstang henni samhliða.