Ég var að spila á nýja vellinum í gær og ég verð að segja að hann er helvíti slappur miðað við lund því miður. Svæðið er engann veginn stórt (miðað við svæðið sem þeir höfðu á lund), þeir eru bara með 1 tún og eru nokkur kör og kefli dreifð útum það. Þeir eru ekki með neitt hús til að spila í og var það að mínu mati það skemmtilegasta við lund.
Leikurinn var líka óvenju stuttur (aðeins um kanski 50 min) á meðan þá var hann alltaf um 2 tíma í lund, kanski var þetta bara einstakt tilfelli ég veit svo sem ekkert um það. Einnig finnst mér staðsetningin ekki nógu góð…