Merkjarinn er auðvitað ekki allt.
Þá vantar loftkút til að fá skotkraftinn.
Þrýstiloftskútur er mun betri en kolsýran, þó kolsýran sé ódýrari.
Svo hopper ( kúlutrekt ) sem fest er ofan á merkjarann og fæðir kúlurnar ofan í hann. Það er betra að hann sé mótordrifinn svo það vanti aldrei kúlur í rörið á milli hoppers og merkjara.
Gríman er aðalöryggisatriðið og þarf að vernda sjónina. Glerið í henni og umgjörðin skiptir máli og má ekki vera gamalt og slitið.
Svo er gott að eiga squeegee, en nauðsynlegt að hafa rétta gerð af smurolíu og hlaupsokk til að loka fyrir hlaupið milli leikja.
kv,
DaXes