Síðast þegar ég vissi kostar 2.900kr að fara í litbolta í vellinum í Fossvogi. Fyrir þann pening færðu galla, grímu, byssu og gas auk 100kúlna.
Oftast eru leiknir 4x2 leikir, en fer þó allt eftir hvað fólk nennir og tímir.
Það er oftast þörf á að kaupa auka skot sem kosta ca 800kr/100stk. Oft má gera ráð fyrir 400+skotum yfir daginn hjá röskum leikmanni.
Það er einnig boðið upp á grillveislu eftirá niðri í Kópavogi og það kostar einhverja smáaura og bragaðst maturinn mjög vel eftir allan hamaganginn.
Mælt er með að fólk klæðist þunnu höfuðfati og hæfilega fíngerðum hönskum og sömuleiðis að það sé í skóm sem meiga lenda í smá drullu og hasar. Eins er gott að vera búinn að pissa og vera ekki pakksaddur, enda er mikil hreyfing stunduð þessa 3 tíma sem leikurinn stendur og leiðinlegt að þurfa að skreppa frá í pissupásu. Það fer eftir veðri hversu vel menn ættu að vera klæddir undir göllunum sem veittir eru með aðgangseyrinum. Á góðum sumardegi er öll ástæða til að vera í sem minnstu, mesta lagi bol og þunnum buxum.
Það er alltaf skemmtilegast að skjóta fólk sem þú þekkir, og mér skilst að að staðaldri sé ekki opnað sérstaklega fyrir hópa sem eru minni en 10 manns. Reyndar er oftast skemmtilegra ef að amk 2x10 geta keppt.
Ef smærri hópar/einstaklingar vilja spila, þá er hægt að bæta þeim inn í stærri hópa.
Starfsmenn á staðnum fara yfir leikreglur og meðferð vopnanna og hafa umsjón með leikjunum sem leiknir eru á fjórum ólíkum völlum.
Miðað er við að þetta taki ekki meira en 3klst.
Nær allir sem hafa spilað koma út brosandi og rjóðir í kinnum, og þá helst að stöku símsvörunarkerling með undirhöku guggni á þessu og finnist þetta “ekki eiga við sig”. Aðrir, jafnt karlar sem konur, eru flestir farnir hamförum þegar komið er í síðasta leikinn og er með ólíkindum að sjá hvað fólk verður skipulagt og makvisst á nokkrum stundarfjórðungum.
Sá sem ætlar að fara að stunda íþróttina reglulega myndi þó líklega vilja kaupa egin byssu og kúlur, enda sparast einhver peningur af því. Fyrsta skrefið er þó að ganga í litboltafélag og eru Litboltafélag Reykjavíkr (LBFR) og Litboltafélag Suðurnesja (LiBs) sterkust á stór-Höfuðborgarsvæðinu. [sjá tengla]. Hins vegar er ráðlegt að prufa leikinn nokkrum sinnum áður en fest eru kaup á byssu, bara til að vera viss um að þetta sé örugglega áhugamál sem eigi vel við þig, enda getur verið nokkuð dýrt að kaupa byssu og hleypur grunn-kostnaður á 30-40þúsundum og allt upp í 80-100 þúsund og uppúr.
Litboltafélögin koma reglulega saman og spila og eiga glaða stund, auk þess að beita sér fyrir brautargengi litboltaíþróttarinnar á Íslandi.
p.s. það getur verið talsverður kraftur í högginu sem kúlurnar veita manni og soldið sárt ef skotið er af tiltölulega stuttu færi. Flestir skemmta sér þó svo að þeir taka varla eftir sársaukanum, og er hann venjulega alveg horfinn eftir 1-2 mínútur. Þó er ráðlegt, sem fyrr sagði, að vera með hanska og þunt höfuðfat því hendur og höfuð geta orðið talsvert aum við að fá skot í sig. Auk þess mæli ég persónulega með að klæðast þunnum rúllukragabol eða kaupa sér þar til gerða háls-vörn því skot í hálsinn eru nokkuð óþægileg þó fátíð séu.