ATH að þú sérð ekki eigin myndir á meðan þú ert loggaður inn á eigin kasmir síðu inni á huga.
þú þarft að opna annan browser og fara inn á
http://kasmir.hugi.is/anchelee/án þess að logga sig inn á huga fyrst.
9. Hvernig vista ég myndir inn á Myndabankann?
Hægt er að ná í vörumerkji, auglýsingaborða og myndir af eigin tölvu sem eiga að birtast á vefnum og vista í Myndabankann á .jpg eða .gif formi. Það er gert með því að Smella á hnappann Myndabanki. Til þess að vista myndir af tölvu notandans þá er smellt á hnappinn ,,Browse…" þá er hægt að velja viðkomandi mynd af hörðum diski (t.d. C-drifi) eða disklingi (t.d. A-drifi) eða frá geisladiski (t.d. D-drifi). Ef tvísmellt er á viðkomandi skrá þá lokast glugginn og hægt er að vista myndina í Kasmír Myndabanka þinn. [upp]
10. Hvernig eru myndir færðar inn á vefinn?
Hægt er að færa myndir inn í texta úr myndabankanum með því að velja %MYND nafnmyndar.jpg% í megintexta. %MYND táknar að skrá verði sótt í myndabanka. Nauðsynlegt er að hafa bil á milli þess sem “MYND” er skrifað og nafn á myndinni. Gott er að afrita (copy) nafn myndarinnar í myndabankanum og líma (paste) hana síðan inn í textann. Nafnaskráin: Nýskráning, breyta, eyða. Smelltu á hnappinn Nafnaskrá. Þar eru mögulegt að nýskrá aðila inn á nafnaskránna með því að skrá inn upplýsingar um viðkomandi og smella á hnappinn vista. Hægt er að afmá nöfn úr listanum með því að velja eyða. Skráningu er breytt með því að smella á nafn viðkomandi , þá opnast gluggi þar sem möguleiki er að breyta nafni og öðrum upplýsingum um viðkomandi. Síðan er smellt á vista til þess að vista skráninguna. [upp]