Ég hef stundum orðið þess var að fól frýni nasir þegar ég minnist á litbolta og hugsi til cotton´ pickin´ rednecks í Suðurríkjum Bandaríkjanna, hlaupandi um á hlýrabolum með Bud í annarri hendi og litabyssu í hinni, skjótandi á nautgripi og blökkumenn.
Ég er ekki frá því að litbolti sé soldil “della” eða jafnvel “lágmenning” í augum margra. -og ekki að ósekju: Íþróttin er bandarísk uppfinning (og bandaríkjamenn eru alræmdir um allan heim sem óttalegir kjánar). Íþróttin byggist á skrumskælingu á hernaði (sem er svo sannarlega enginn leikur og einhver versti fylgifiskur mannkynssögunnar). Litbolti er iðkaður með byssum (og frjálsleg byssulöggjöf BNA er einmitt einhver svartasti bletturinn á þjóðinni). …og svo má lengi telja.
Eru iðkendur litbolta almennt litlir karlar með minnimáttarkennd eða stórir strákar með félagslegan vanþroska? Eða erum við bara hraustir karlmenn að halda í heiðri víkingaarfleið okkar? Eru litboltaiðkendur ef til vill með lítil typpi og aka almennt um á dýrum bifreiðum og iðka litbolta til að reyna að gera sér upp karlmennsku?
..og jafnvel þó þetta sé lágmenning, er það ekki bara eðlilegt? Við erum allir svoddan menningarvitar og menntamenn að okkur hlýtur að fyrirgefast að eiga okkur lágmenningar-áhugamál. Þetta er þó alltént skárra [og heilnæmara] en að glápa á Formúluna á sunnudögum eða fara niður í Ölver að öskra eins og api yfir Breska boltanum.
..eða hvað?
Hvað þykir ykkur? Hvaða móttökur fenguð þið frá foreldrum ykkar, ættingjum og vinum þegar þið komuð út úr litboltaskápnum?