Ég hygg á kaup á IMPULSE frá Smart Parts og hef í leit minni komið niður á vefverslunina xpaintball.com (extreme paintball)
Það virðist nær sama hvar stigið er niður fæti: allur varningur virðist ódýrari hjá xpaintball en há öðrum vefsíðum og verslunum.
Ég ber hins vegar visst vantraust til ofur-ódýrra verslana. Það upphófst allt með því þegar ég átti viðskipti við aðra ofur-ódýra verslun sem fóru ekki vel. (Refirnir í BT seldu mér tölvu sem bilaði allt að 10 sinnum svo að í hvert skipti hrundi tölvan og ég glataði öllum mínum gögnum. Í hvert skipti sýndu starfsmenn BT ólund, ósveigjanleika, tillitsleysi og slæm vinnubrögð í alla staði. Nú síðast dó skjárinn.)
Það er óneitanlegra viturlegra að eyða örfáum prósentum meira í vöru en að þurfa að vera að senda hana fram og til baka milli heimsálfa vegna einhvers galla. Það er sínu verra ef að maður mætir óþjálu viðmóti hjá söluaðilanum. Því langar mig að lýsa eftir fólki sem átt hefur viðskipti við xpaintball.com (og aðra vefsöluaðila allteins) og fá að vita hvernig afskipti þeirra af fyrirtækinu hafa verið. Fenguð þið “mánudagsvarning”? Þurftuð þið einhvern tíma að hringja vegna e-s? Hvernig viðmót fenguð þið?
Ef að xpaintball.com reynist vera áreiðanlegt og vandað fyrirtæki, þá sé ég þó ekki ástæðu til annars en að mæla með viðskiptum við það, enda sýnist mér það bera höfuð og herðar yfir aðrar vefsíður hvað varðar verð og vöruúrval. Reyndar er hönnun heimasíðu þeirra óttalega ræfilsleg, en síðan er þó fljótt auðskilin og hnitmiðuð.