Nú er ég og allmargir félagar mínir að spá hvurnig hægt sé að byrja í sportinu..
Þá vantar okkur allan búnað…
Hvernig er best að fá búnað og hvar fæst hann ódýrastur??
Ef farið er í litboltafélag er þá hægt að fá MERKJARANA (sína þar sem lögin segja að félagið verði að geyma þá) lánaða yfir nokkra daga???
Hvað er hægt að kaupa án þess að láta það fara í gegnum félagið (kúlur eða þess háttar)????
Hvaða velli er hægt að fara á ef maður er í félagi og hvað kostar(ef búnaður er í eigu spilara)?????
Eru félögin ströng á því að geyma merkjarana??
Ég held að þetta áhugamál stækki svona hægt sökum þess hve erfitt er að komast í þetta sport löglega!!
Það er auðveldara að fara bara svörtuleiðina í sportið (sem er ekki gott og á ekki að líðast að það sé betri valkostur).