Og svo vaknar þessi spurning:
Hvað í ósköpunum ætlarðu að gera við skothelt vesti? Á að fjármagna litboltann með dópsölu? (múhahaha)
Ef þú ætlar að nota vestið til að deyfa högg frá paintball skotum þá held ég að kevlar vesti geri engu meira gagn en saumað vesti með þunnu svamplagi. Því þó ég sé ekki sérfróður um kevlar, þá skilst mér að efnið virki þannig að skotið fer ekki í gegnum vestið og því ekki inn í líkamann -en höggið af skotinu er engu að síður jafn kröftugt. Og raunar er það svo að mann svíður venjulega minnst af þeim skotum sem fara í búkinn, og ríður meira á að verja t.d. fingur, háls, og innanverð læri (og kannski hann “sprella litla” líka).