Reyndar er þetta hárrétt hjá þér Hrói. Þegar þið höfðuð samband við mig þá sagði ég ykkur að pakkinn kostaði 32.000 kr og þá væri í pakkanum Tippmann 98 Custom, V-Force gríma, 20oz CO2 kútur, hopper, hlauphreinsir og fleira.
Flatline hlaupið kostaði álíka og merkjarinn og með loftkút og rafmagnshopper kostaði pakkinn 50.000 kall.
Það skal tekið fram að þegar við vorum að skoða þetta þá var dollarinn í um 100 krónum.
Ég skoðaði síðunna hjá ykkur og fann þessa hluti til.
Tippmann 98 Custom á
$139Flatline hlaup á
$99Ekki var til rétt V-Force gríma þannig að ég sló á
$30Ekki var til Viewloader Revo hopper en á paintballonline var verðið
$50Ekki var til 3000psi 48cc loftkútur en á paintballonline var verðið
$80Samtals er þetta því
$398 og ég geri ráð fyrir að pakkinn sé um 5kg
Ég sló þessu inn í reiknivélina ykkar til að finna hvað þið væruð nú mikið ódýrari en við hérna fyrir sunnan og verð að segja að niðurstöðurnar komu verulega á óvart.
Ykkar verð miðað við gengið á USD 60 er 48.211 kr. Tala nú ekki um
ef að USD hefði verið 100 kr þá væri verðið 78.070 kr skv ykkar reiknivél.Í ljósi þessa þá skil ég ekki hvað þú ert að skjóta á okkur með verð.
En þeir í reykjavík ætluðu að selja okkur þennan pakka á 50þús(þá vorum við að kaupa 25byssur í einu+upprunalegt hlaup og hopper) en bara benda þér á þetta :)
LBFR og Engill ehf eru með samninga við stærstu dreifingaraðila í Evrópu á litboltavörum og fáum þær vörur á heildsöluverði. Mun minni álagning er á ódýrari merkjara en þá dýrari og að sama skapi þá getum við verið að fá dýrustu merkjarana mjög ódýrt til landsins miðað við verð á erlendum síðum.
Annað atriði að við í LBFR og Engli leggjum 1000 kr á hvern merkjara sem við flytjum inn þannig að það er ekki mikið svigrúm í að gefa afslætti þegar menn eru að taka marga merkjara saman, þar sem að verðið sem við fáum úti endurspeglast beint í því verði sem að kaupendur hérna eru að borga.
Vona að þetta hjálpi til við að varpa ljósi á þessa umræðu.
Kveðja,
Xavie