Lestu “Algengar spurningar og svör” hér á áhugamálinu á huga.
Þessu er svarað í spurningi og svari númer 21.
Verðmunurinn er einhver, en svo lítill að það skiptir ekki máli, þegar keypt er áfylling hjá kafaraþjónustunni/kolsýruhleðslunni úti á Kársnesi, um 500 kr áfyllingin.
N2 eða hreint nitur er hins vegar stundum notað sem drifkraftur fyrir litboltamerkjara. Andrúmsloftið er 71% N2 og því er þjappað andrúmsloft alveg hliðstætt 100% N2.
Að eima N2 úr andrúmslofti kostar hins vegar þokkalega góðan og dýran tækjabúnað. Að þjappa andrúmslofti (HPA = High Pressure Air) er einfaldara og ekki eins dýrt.
Þess vegna er það notað en ekki N2.
Loftkútarnir, regulatorar og allt annað er hins vegar sami búnaðurinn. Hvort sem þú notar N2 eða HPA.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..