Já, stórt er spurt.
Ég hef verið að velta vöngum undanfarið yfir því hvaða byssu ég ætti að kaupa mér og líst vel á eftirfarandi:
Tippmann custom Model 98
+nokkuð ódýr
+einföld samsetning, auðvelt að breyta
+mjög vinsæl byssa með mjög áhugavert úrval sérhæfða fylgihluta, s.s. “flatline” hlaupið og “reactive trigger”-viðbótina.
-þegar verð byssunnar með aukahlutum er borið saman við byssu sem er keypt tilbúin með sömu eginleikum, þá virðist tippmann verða dýrari þegar á heildina er litið
-hlaupið sem fylgir með er MJÖG gróft og slæmt að sögn
-Fáir hérlendis virðast eiga þessa byssu. (líklega 1-3)
Kingmann Spyder Shutter
+ Kostar ekki mikið meira en tippmann
+ kemur með ÖLLU!! (lágþrýstihólfi, og alles)
PMI Piranha EXT
+ Í svipuðum verðflokki og Shutterinn. Vel útbúin byssa og nokkuð lagleg.
Svo er kannski spurning að fá sér Smart Parts IMPULSE á ca 500$, en það er auðvitað hörkubyssa.
Af hlaupum, þá væri líklega langbest ef maður hefði efni á að kaupa FREAK kerfið frá Smartparts, en það er auðvitað ekki ódýrt, en hlaupin frá J&J og DYE virðast fá hvað mest af jákvæðu umtali.
Maður þarf í raun að gera upp við sig um svo margt, hvort maður vill þrýstiloft eða kolsýru, og hvort maður vill þá expansion chamber eða ekki. hvort maður vill svona eða hinsegin hlaup, hvort það passar við heildarútlitið. Hvort maður vill rafdrifinn hoppara eða ekki (ef maður er með dýra byssu sem skýtur hratt þá er rafdrifinn möst), hvort maður vill beint, skáhallt(með olnboga) eða hliðarlægt kúluinntak, hvort maður vill þessa grímuna eða hina osfrv.
Maður verður að aðgæta hvernig stærð skotanna sem maður kaupir samræmist hlaupinu sem mann langar í, og hvaða áhrif hitastig og rakastig á eftir að hafa. Maður verður að velja sér grímu sem er með sem bestri móðuvörn, (og jafnvel viftu!) og samt gæta að allskyns fítusum, t.d. eru sumar með mjúku munnstykki sem brýtur síður kúlur, og sumar eru sérstaklega hannaðar til að deyfa öndunarhljóð manns svo maður heyri betur í umhverfinu.
..svo er kannski spurning um að kaupa með, ef fáanlegt er, varahlutasett með O-hringjum og skrúfum oþh.