Já, bréfið þarf að sjálfsögðu að vera uppsett og orðað í samræmi við reglugerð nr 46.7/1997 og vottað af tveimur lögráða einstaklingum, stimplað hjá bæjarfógeta og skal afrit af bréfinu geymt í skjalasafni ríkisins.
duh!
Brefið þarf líklega ekki að vera formlegra en veikindamiðarnir sem maður fékk með sér í skólann í gamla daga. Það myndi þó eflaust vekja grunsemdir um fölsun ef foreldrið myndi skrifa “leifi” en ekki “leyfi”.
Það er líklega best að hafa með kennitölur, heimilisföng og símanúmer viðkomandi á blaðinu, dagsetningu, fullt nafn hlutaðeigandi aðila og jafnvel stuttan texta sem sýnir að viðkomandi þekkir þær hættur sem geta verið samfara litbolta sé hann ekki leikinn rétt.
..svo er fólki valfrjálst að semja limru eða hringhendu neðst á blaðið.