Já, maður verður soldið gjarn á að gleyma hvað þetta er í raun lítil íþrótt þegar maður er staddur á þessum ágæta vef umkringdur kröftugum pistlum.
Ég held þó það sé með paintball eins og með allt annað að fólk hefur fordóma fyrir þessu þangað til það hefur kynnst þessu, og jafnvel prufað þetta. Það væri í raun ídeal ef hægt væri að bjóða Alþingi, Dómstólum og Lögreglunni í eitt stórt litbolta mót því þá er næsta víst að einkaeign litboltabyssa yrði lögleidd með því sama og tollar og vsk af byssunum felldur niður. -múhaha! (Vill ekki Björn Bjarnason stofna her? …getum við ekki sannfært hann um að þetta sé amk skref í rétta átt?)
Reyndar sýnist mér þróunin vera öll hin besta og nú þegar komin 4 eða 5 virk litboltafélög á öllum landshornum. Ég er viss um að að ári liðnu verður grasrótin orðin það þétt að hefja má almenna kynningu á paintball. Að ári liðnu verða líkast til komnir amk 3 löglegir vellir (kóp, húsið og einhver aðstaða lbfr) og muni rekstur Litbolta í kópavogi ganga jafn vel í sumar og síðasta sumar, þá verður líklega varla sá Reykvíkingur sem ekki hefur fengið að heyra um hvað litbolti er skemmtilegur.
Þá held ég að væri vel athugandi að véla e-n hjá Pennanum-Eymundsson til að hafa fáanleg 2-3 Paintball blöð og einhverjar íþróttaverslanir til að hafa byssur til sýnis.
Það er enda svo að aðgengi að paintball í dag er ekki jafn auðvelt og að öðrum íþróttum og hún er aðeins sjáanleg almenningi í Kópavoginum og á handfylli vefsíða sem eru líklega mis mikið heimsóttar. Þeir sem ekki hafa einsett sér að iðka paintball þurfa því að hafa nokkuð fyrir því að t.d. hafa uppi á litboltafélagi, til dæmis virðist mér sem ekkert félag sé með skráð símanúmer á nafni félagsins. (Til samanburðar eru aðrar íþróttir í fréttum, símaskrá, blöðum ofl. -jafnvel kajak ræðarar og bocchia spilarar fá umfjöllun for crying out loud!!)