Ég vil meina að paintball megi flokka sem “sport” frekar en “íþrótt”, líkt og er með stangveiði og skotveiði. Skemmtunin sem fólk hefur af þessum sportum er, auk sportsins sjálfs, ekki hvað síst vissar athafnir sem fylgja sportinu. Til dæmis er það ómissandi, ef maður ætlar í lax að yfirfara búnaðinn heima, hnýta ef til vill nokkrar flugur, fylla á tankinn á flottum jeppa og finna fallegan stað og veiða í góðra vina hópi. Þá skiptir ekki síður máli, þegar maður hefur krækt í einn eða tvo stóra að fara heim í sumarbústað, lúinn og sæll, og fá sér nokkra bjóra, grilla, skella sér í heita potinn og hlýja stirðum vöðvunum og horfa á landslagið, roðagullið af miðnætursólinni.
-Sannarlega hinn fullkomni laxveiðidagur.
En hvaða væntingar gera menn til litbolta? Hvaða athafnir vilja menn hafa í kringum hinn fullkomna litboltadag? Er málið að halda grillveislu og þamba Elefant? Skiptir kannski máli að hafa einhverskonar verðlaun eða veðmál um hvort liðið vinnur eða hver stóð sig best í leiknum? Hver er hinn fullkomni liðsmannafjöldi? Hvað er skemmtilegasti leikurinn? (fáni í miðjunni, fáni í virki andstæðingsins, “töskuleikur”, annað liði ódrepandi, marshall-leikur, líffvarðaleikur [fylgja VIP frá stað A til stað B]) Hvað er hið fullkomna umhverfi til að spila leikinn? Hvaða byssu viljið þið hafa og hvað kostar hún? Hvaða skot viljið þið nota? Hvaða fatnaði viljið þið klæðast? Hvaða grímur viljið þið?
Endilega segið frá ykkar fantasíum um hinn fullkomna paintball leik!