*Þessi grein fer líka á korkinn svo að sem flestir sjái hana.*<br><br>Kæru félagar í Litboltafélagi Reykjavík,<br><br>Núna er búið að finna húsnæði sem hentar starfsemini, búið að fá úttekt á því og húsnæðið samþykkt með smávægilegum fyrirvara um betrumbætur. <br><br>Við ætlum að ganga frá leigusamningi en verðum að borga fyrstu 3 mánuðina fyrirfram. Það eru ekki nógu margir búnir að greiða greiðluseðilinn sem búið er að senda á alla sem skráðu sig í félagið. Það má segja að þetta sé greiðsluáskorun til þín. Það er ekkert sem að mér leiðist meira en að rukka fólk ég geri ráð fyrir að félagið geri það ekki. Það er hinsvegar þannig að það gerist ekkert meira nema að nægilega margir greiði félagsgjöldin. Það er grunnskilyrði fyrir starfseminni að hafa peninga til að borga reikninga.<br>Nú er bara að rölta útí banka með seðilinn með sér og styðja við okkur sjálfa.<br><br>Með von um að sem flestir taki sig nú til og greiði seðilinn sem allra fyrst. <br><br>Baráttukveðjur… Xavier@hugi.is