Jú, það er víst svo að börnum yngri en 15 ára er óheimilt að spila paintball. Börn 15-17 ára verða að hafa skriflegt leyfi forráðamanns til að meiga spila leikinn.
Þetta kann að virðast súrt í broti, en svo ég tali fyrir sjálfan mig persónulega, þá var ég algjört fífl þegar ég var 14 ára og hefði ekki haft gott af því að vera að leika mér í paintball.
..ekki það að ég sé mikið minna fífl í dag.
En allavega, svona er blessuð byssulöggjöfin.