Vá mórall!!!
Ég er þessi vinur og bara svona að láta ykkur vita það, þá vorum við búnir að ákveða að kaupa okkur merkjara, búnir að eyða hellings tíma í að skoða merki og finna út hvað myndi henta okkur, eina sem var eftir var að bíða eftir mánaðarmótum og fá útborgað, en þegar við komum og kíkkuðum á þetta, þá var þetta alls ekki eitthvað sem við höfum áhuga á að gera hverja helgi, ekki miskilja okkur, paintball er mjög skemmtileg íþrótt en ég held að hérna á Íslandi sé bara málið að fara 1-2 á ári upp í Lund með félögunum.
Og talandi um að við nennum ekki út í vont veður, ég er í krossinu og læt veðrið sko ekki haftra mér, síðasta vetur stóð ég á nærbuxunum í 15 stiga frosti við frosið vatn að og var að klæða mig í gallan til að fara að hjóla á vatninu !!! En málið er að þegar það er vont veður (eins og er mjög oft á Íslandi, þá er ekki raunhæft að spila paintball úti í roki, þeir sem spila undan vindi eru með of mikinn “advance” yfir hina sem spila á móti vindinum.
Ef að það væru almennileg svæði hérna, og þetta stundað af alvöru eins og úti í Bandaríkjunum til dæmis þar sem hellingur af mönnum spila þetta á alvöru völlum í veðri sem hægt er að spila í, þá efa ég ekki að þetta væri mjög gaman, en eins og er ætla ég að halda mig við krossið hérna á klakanum og kanski maður dragi “vin” ykkar Vidda bara líka í það ;)
Snorri.