Sælir,

Einsog margir framhaldsskólanemar ætlum við vinir að skella okkur í forkeppnina, ég var svona að spá hvort að þið væruð með einhverja punkta handa okkur? Bara einn okkar sem að hefur spilað áður.

Getum við eitthvað planað þegar við höfum aldrei spilað áður?
Eitthvað sem að þið hefðuð viljað vita áður en þið spiluðuð í fyrsta sinn?

Ég hef séð á erlendum síðum allskonar punkta um að maður verði að vera í góðum skóm, þurfi að vera hljóðlátur, liði eigi að koma sér upp kallmerkjum o.s.frv.
Hvaða, ef einhverjir, af þessum punktum eru góðir/nausynlegir að hafa í huga?

Með von um skjót og góð svör…….. :)