Jæja, eflaust ekki fyrsti svona þráðurinn á þessum korkum en jæja ég læt á það reyna.
Eins og kannski einhver veit voru Hornfirðingar að setja upp litboltafélag (LBH) og ég er einn af þeim. Allt er núna komið í gegn hjá okkur og við fengum í dag fyrstu sendinguna af búnaði, flestir fengu nátturlega bara þetta venjulega, það er að segja Hopper, Merkjara, Kút og Grímu. Síðan fengu auðvitað þeir sem eru að stjórna þessu allann andskotann af einhverju drasli sem þeir pöntuðu bara fyrir sjálfan sig, í næstu pöntun ætlum við sem erum bara komnir með venjulegu-pakkninguna að panta okkur aukadót og eitthvað í þá áttina og þar sem mig langar nú ekkert sérstaklega til að eyða peningum í eitthvað sem er bara rusl þá spyr ég hvað er svona mikilvægt/gott að eiga fyrir utan merkjarann, kútinn, grímuna og hopperinn.
Og þar sem við stefnum að því að frumreyna völlinn okkar á laugardaginn, any tips? :)