Vandamál við litbolta og kulda er tvíþætt :
1) Kolsýran missir þrýsting og merkjarinn því skotkraftinn. Þetta gerist fyrst og fremst vegna þess að kolsýran kólnar mjög þegar hún breytist úr vökva í loft. Því þarf leiðslan frá kút að merkjara að draga hita úr umhverfinu til að vega upp á móti þessu. Þegar umhverfið er kalt kólna leiðslurnar mikið og kolsýran kemst fljótandi upp í merkjarann. Þá missir merkjarinn kraftinn, skotið verður ónákvæmt og jafnvel nær merkjarinn ekki að trekkja sig fyrir næsta skot. Til eru þrýstirými (expansion chambers) á gasleiðsluna og stækkuð gasrými á byssurnar (high volume chamber) til að vega upp á móti þessu. ( Sjá myndir í myndasafninu).
Með því að nota þrýstiloft í stað kolsýru hverfa þessi vandamál að mestu.
2) Kúlurnar verða stökkar og brotna frekar í hlaupinu. Þetta má laga með því að nota kúlur sem eru gerðar fyrir frost.
kv.
DaXes
LBFR