Jæja nú er komið að því… já núna þegar Lóan er farin að syngja fyrir okkur þarna suðurfrá þá er auðvitað ekkert annað hægt en að fara gera svæðið svolítið fallegra og skemmtilegra.
Hugmyndin er sú að mæta klukkan 12 á sunnudaginn og eyða svolitlum tíma í að reyna laga umhverfið á vellinum áður en farið er að spila.
Allir sem vettlingi geta valdið… já fyrir utan Val.. við vitum að hann ræður ekki við vettling en allir hinir mæti og vinni aðeins við svæðið, reyna að laga netið þ.e. hengja það upp aftur og annað þess háttar því stefnt er að því að reyna að fá yfirvöld til að yfirfara svæðið í ljósi þess að sumar er að nálgast og fara vinna aftur að því að fá svæðið samþykkt
Eins og við þekkjum sem erum að stunda þetta sport þá er það vel hægt að fá þetta samþykkt að lokum ef við vinnum alltaf aðeins í því í hvert skipti sem við förum að spila, en munum bara að margar hendur vinna létt verk samanber nýja völlin þar sem margir komu að og var hann kláraður á einum degi og hafa allir haft gaman síðan þá.
Svo að munum bara að taka góða skapið, nokkra nagla, hamar, skóflu eða annað sem fólk getur reddað sunnudaginn og höfum aftur gaman.. ég legg til að fólk taki með sér pyslupakkan svona ef að veður verður gott.. ég ætla allavega að gera það . … heheheheheh c",) sjáumst öll !!!!