Það væri gott að vita aðeins meira um það hvar lekinn er.
Ég geri alla vega ráð fyrir að lekinn sé í merkjaranum sjálfum, en ekki í gasleiðslunni, frá skeftinu og að honum.
Scorpion er “stacked tube” blowback. Hann er því alveg eins og Spyder, Inferno, ACI og Piranha í allri hönnun og meira að segja líklegt að hann geti notað Spyder varahluti, þó það sé alls ekki víst. Best er að reyna að leita upplýsinga á pbnation.com eða á álíka spjallkorkum þar sem mögulegt væri að ná sambandi við einhverja sem eiga Scorpion.
Hér er teikning af Spyder 2000 :
http://www.kingman.com/section/support/diagrams/spyder_2000.pdfEf lekinn er inni í merkjaranum er langlíklegast að um leka við valve og cup seal sé að ræða.
Nr. 12, 13 og 14 á myndinni.
Ef það lekur út um hlaupið er það cup seal. Ef það lekur út um boddýið við gripið eru það o-hringirnir nr. 9 sem eru utan um valve body.
Cup seal og valve pin mynda einstreymisloka sem er haldið lokuðum af gormi, nr. 10, og af loftþrýstingum og þetta er eini staðurinn þar sem lokað er fyrir loftstreymið í gegnum merkjarann. Þegar tekið er í gikkinn er lyft undir vegasalt (sear). Þegar hinn endinn á sear-inu fer niður er hamrinum (hammer, striker) sleppt, en gormur fyrir neðan sear-ið lyftir því til baka. Gormurinn að baki hamarsins ýtir hamrinum á valve pin. Cup seal opnast og loft sleppur upp í gegnum valve, upp í efra rörið og út í gegnum boltann og ýtir kúlunni út. Til að auka hraðann er gorminum við hamarinn þjappað saman með stilliskrúfu þannig að hamarinn ýtir fastar á pinnann.
Loftþrýstingurinn á hamarinn og boltann trekkir hamarinn aftur til baka, þess vegna er einnig o-hringur á hamrinum hann festist á searinu og bíður eftir því að tekið sé í gikkinn aftur.
Það sem gæti líka verið að er að gormurninn við valve og cup seal sé slakur og ýti ekki nóg á cup seal til að loka því.
Þokkaleg animeruð gif mynd af þessu ferli er á :
http://static.hugi.is/stuffnfiles/paintball/blowback-animation.gifKennslumyndband frá Spyder er á :
http://static.hugi.is/stuffnfiles/paintball/valve_body_removed.wmvInnanlands DL, 3 MB.
Ég gæti reddað spyder varahlutakitti fyrir lítið í næstu pöntun, en reyndu endilega að ná sambandi við einhverja scorpion eigendur til að fá ráð með það.