Líklega væri leyfilegt að flytja inn litboltahandsprengjur, þar sem það er enginn raunverulegur sprengikraftur í þeim.
Þetta eru stífar blöðrur, minna á reiðhjólaslöngu, sem eru útblásnar af málningu og á þeim eru 2 eða fleiri stútar. Stútunum er lokað með veikum böndum og svo er sterkt net utan.
Netið er tekið af, blöðrunni kastað, höggið við lendinguna slítur böndin af stútunum og þrýstingurinn lætur blöðruna skoppa um á meðan hún úðar málningu allt í kringum sig. Líklega allt að 2 til 3 metra frá sér.
En það er satt, við spilum ekki þannig leiki að notkun þeirra sé réttlætanleg. Við spilum Speedball og þetta er ekki notað í þannig leikjum.
Rec-ball þarf stórt landsvæði. Marga felustaði, helst skóg, og marga þátttakendur. Mig hefur langað til að prófa þetta svona einu sinni.
Þá þyrfti að setja upp völl sem væri svona 500 x 250 metrar, 16 manns í liði og spila CTF.
Líklega væri besta taktíkin að skipta liðinu upp í 4 hópa, 4 manns í hóp, tveir hópar hratt fara upp kantana, en reyna samt að fela sig og taka svo fánann frá sitt hvorum flankinum. 1 hópur fer rólega upp miðjuna og reynir að draga til sín andstæðingana og 1 hópur situr og ver eigið flagg.
Ef einhver veit um góðan 10 hektara skóg sem má spila í, þá væri þetta gaman :-D
kv,
DaXes