Varðandi þá spurningu hvort hægt er að fara á völlinn í kópavoginum með byssuna “sína” og spila þá eru þau mál ekki komin á hreint. Eyþór hefur sagt að það eigi að vera hægt á ákveðnum tímum. Svo ég viti til hefur ekkert verið ákveðið um það, hvorki tímar né gjöld. Til að fá upplýsingar um það er best að hafa samband beint við völlinn. Á hinn bóginn þykir mér ólíklegt að það verði boðið upp á slíkt fyrr en eitthvert félagið er komið löglega af stað, hreinlega vegna þess að fyrr verða ekki til neinar löglegar byssur aðrar en þær sem völlurinn leigir sjálfur ;-)<br><br>Ég get ekki sagt til um hvað er að gerast hjá öðrum litboltafélögum, en við hjá LBFR erum við það að komast af stað með fulla starfsemi. Það er búið að finna húsnæði og aðeins beðið eftir samþykki lögreglunnar á því. Undirbúningur innflutnings á merkibyssum er á lokastigi og í raun er LBFR tilbúið til að fara að flytja inn um leið og lögreglan hefur samþykkt húsnæðið og skráningu félagsins. <br><br>Þetta er kannski ágætt tækifæri til að auglýsa eftir upplýsingum um það hvað er að gerast hjá öðrum félögum?<br><br>obsidian<br>LBFR<br><br><br> <br><br>