Já, það er þannig í 3. grein reglugerðarinnar,
Notkun litmerkibyssa er bönnuð nema á afmörkuðum viðurkenndum svæðum. Litmerkibyssur skulu vera í eigu fyrirtækis eða félagasamtaka sem hafa litboltaleik að markmiði og hafa fengið viðurkenningu ríkislögreglustjórans. Slík félög skulu hafa aðgang að öruggum geymslum fyrir litmerkibyssur og hlutum er þeim fylgja og halda um þá skrá.
Umsjónarmenn hvers félags bera ábyrgð á útlánum litmerkibyssa og að þátttakendur í leik beri sérbúnar andlitshlífar til að koma í veg fyrir meiðsli.
Sjá
http://paintball.simnet.is til að sjá reglugerðina með athugasemdum mínum.
Litboltafélagið verður að geyma merkjarann á milli þess sem hún er lánuð út til félagsmanns. Þessu verðum við að framfylgja, því ráðherra getur afnumið reglugerðina með einu pennastriki, og þá er allt unnið fyrir gýg.
kv.
DaXes
LBFR