Ég er með nákvæmlega sama vandamál.
Með góða grímu er þetta lítið vandamál, JT Spectra gríman passar yfir næstum öll gleraugu. Þau þurfa alla vega að vera mjög stór ef gríman á ekki að komast utan yfir.
Ef það er smá vindur, þá er allt í lagi, ristarnar á grímunni hleypa lofti vel í gegn. En þegar það rakt og logn, og maður er orðinn heitur og sveittur eftir að vera búinn að hlaupa eins og brjálæðingur nokkra leiki, þá byrja gleruaugun að móða innan í grímunni. Gríman móðar ekki, alla vega hef ég aldrei lent í því með thermal glerunum í Spectra grímunni minni.
Þá er ekkert mál að útvega sér litla viftu frá JT sem smellur ofan á grímuna og on/off takkinn fer út í gegnum derið. Þessi vifta getur bæði blásið köldu lofti inn í grímuna eða sogað heita loftið út.
Ég reddaði mér reyndar með 486 örgjörvaviftu, on/off takka og 3 AA batteríum, lóðbolta og límbyssu, en það varð eiginlega ekkert ódýrara en að kaupa viftuna frá JT.
sjá :
http://www.xtremez.com/paintball/product_information.asp?number=GGJVX&variation=BK&aitem=2&mitem=&back=yes&dept=197kv,
DaXes