Þetta er í grunninn sami merkjarinn og er notaður á vellinum í Kópavogi, en með nokkrum mikilvægum breytingum.
Ventillinn er nýr ( í Kópavogi er eldri gerð ), hann er með afgösunarrými (volume chamber) og þolir því enn betur kulda.
Einnig er merkjarinn með High Volume Chamber við gasinntakið, (litla svarta stykkið fyrir neðan hlaupið) sem
1) hjálpar til við að breyta fljótandi kolsýru í gas2 þannig að kuldaþol er enn betra.
2) geymir nokkrar birgðir af gasi, þannig að hægt er að skjóta nokkrum skotum hratt með jöfnum þrýstingi.
Inferno er byssan sem flestir vellir í Bretlandi eru að taka upp, vegna
1) mjög lágrar bilanatíðni, enda er hönnunin mjög einföld. Taka má allt innan úr byssunni í einu handtaki, þrífa í gegn og smella saman aftur á innan við 30 sekúndum.
2) Góðs kuldaþols, vellir í norður svíþjóð nota hana.
En þrýstiloft er alveg laust við kuldavandamál CO2 vilji menn vera alveg vissir … :-)
kv.
DaXes
LBFR