Ég er í smá vandræðum...
Ég vil gjarnan vera í LBFR og borga félagsgjöldin. Það er ef félagið leggur ekki á influtninginn.<br>Mér skylst að þetta verði að ákveða á félags/aðalfundi. (Þó held ég að ekkert banni stjórninni að taka þessa ákvörðun.)<br>Þá koma spurningarnar:<br><br>Getur stjórnin ekki ákveðið hvort lagt verði á merkjarana fyrir fund, svo ég og fleiri getum ákveðið okkur hvort við verðum með í félaginu fyrir næsta fund? Mér leiðist að endurtaka það en fimmþúsundkall skiptir máli í mínu bókhaldi og ef félagið ætlar að leggja á þá fer fimmþúsundkallinn frekar í að skrá nýtt félag.<br><br>Ef það verður að taka þessa ákvörðun á félagsfundi, má maður þá ekki mæta á fundinn nema vera búinn að borga? Í reglunum stendur bara að maður megi ekki kjósa eða bjóða sig fram ef maður skuldar félaginu.<br><br>P.S Mér finnst að þessi umræða eigi alveg rétt á sér. Það sem mér finnst hinsvegar leiðinlegt er að sumir leggja það ekki einu sinni á sig að lesa reglugerðina. Og sumir lesa ekki póstinn sem þeir svara, eða misskilja hann algjörlega.<br>PPS: Ég var á aðalfundinum og líkaði vel við það sem ég heyrði. Það er frekar það sem ég hef lesið hér sem mér líkar ekki við.<br><br>Kveðja