Húsnæði fundið
Ég og Jóhannes Skúlason, stjórnarmaður og fulltrúi stjórnar í húsnefnd fórum að skoða húsnæði í morgun.<br><br>Þetta er eitt herbergi um 25-28 m2 í stóru skrifstofuhúsi í vesturbænum. Læst er inn á gang frá stigapalli og aftur læst inn í herbergið.<br><br>Leiguverð er 29 þúsund á mánuði með rafmagni, hita og þrifum í sameign. Auðvelt er að tengja síma.<br><br>Almenn kaffistofa fyrir ganginn er á hæðinni svo herbergið má nota fyrir geymslu. Þarf því ekki að byggja millivegg eða álíka.<br><br>Okkur leist vel á og festum við okkur húsnæðið með fyrirvara um samþykki lögreglu.<br><br>Samkvæmt félagslögum þarf félagsfundur að samþykkja byggingaframkvæmdir eða húsnæðiskaup. Formlega séð þarf því ekki félagsfund um leigusamning sem þennan.<br><br>Það er vilji okkar Jóhannesar sem tveggja stjórnarmanna að félagið leigi þetta húsnæði. Förum við því fram á að félagið samþykki þessa ráðagerð okkar.<br><br>Ef 1/5 hluti félagsmanna óskar eftir félagsfundi þá verður hann haldinn, skv. 9 grein laga félagsins.<br>Félagsmenn eru þeir sem greitt hafa árgjaldið. Þó ekki hafi verið sendir út gíróseðlar þá hafa upplýsingar um reikning félagsins verið á heimasíðunni síðan í febrúar. Það er jafnauðvelt að fara í banka og leggja inn á þann<br>reikning eins og að fara í banka og greiða gíróseðil.<br><br>kv.<br>Guðmann Bragi Birgisson<br>formaður LBFR<br>aka DaXes