“Þú ert nú svolítið að misskilja þetta.
Það er engin einokun…heldur reglugerð dómsmálaráðuneytisins um litbolta sem gildir.”
- Byrjum á einu, þú ert greinlega að taka þessu sem “árás” eða einhverju álíka því að ég var að spyrja, taktu eftir spurningar merkinu á enda þessarar línu (subjectinu) “Litbolti á Íslandi…einokun?” Þetta ‘?’ merki er oftast haft aftan við setningu þegar spurt er.
Secondly, ég var að SPYRJA ekki segja, eða neitt. og eins og sást í enda póstins “Jonni / ZyruZ kveður í góðum huga.” Taktu eftir GÓÐUM HUGA. Það þýðir að ég var einmitt að reyna að útiloka svona “neikvæð” svör.
“En til að fá slíkan merkjara skráðan, þá þyrfti lögregla (sem gerir skrána) að fyrirgefa lögbrotið sem var smyglið sem kom merkjaranum til landsins í upphafi. Og lögregla getur ekki gefið mönnum sakaruppgjöf bara ef þeir koma með smyglaðan varning og viðurkenna smyglið. / 4) Það er auðvitað ekki hægt að biðja lögregluna um að fyrirgefa smygl.”
Eins og segir hérna: “Finnst engum öðrum það heimskulegt að menn sem vilja skrá sínar ólöglegu byssur megi ekki einfaldlega skrá þær? ” þá er ég ekki að SEGJA að þetta hafi gerst enda tók ég fram að ég hafi HEYRT þetta, og var ekki tilbúinn að selja það dýrara en ég keypti það.
Sbr. ‘Uppúr þessari umræðu komst ég að því að segjum að ég versli mér eitt stykki flottan….Angel (ath. þetta er DÆMI) og ég hugsa með mér hmm…hún er víst ólöglega..jæja best að gera réttan hlut og láta skrá hana.. fer niður í litbolta félag og fæ þá bara það framan í mig að þeir get ekki skráð hana og verði að taka hana af mér.’
Og varðandi smyglið var ég nú ekki að segja þetta þannig að ég myndi smygla inn væpni og svo koma með hundasmettið og segja “Fyrirgefðu lögga, ég sé eftir þessu, má ég skrá hana?” þá átti ég nú frekar við að ef maður verslaði, án þess að vita það ólöglegan merkjara og gæti ekki fengið endurgreitt eða eitthvað álíka, og þá fá að vera löglegur, enda vill maður það.
Annars finnst mér alls ekki gott að sjá hve snöggur þú varst að miskilja og túlka þetta á neikvæðan hátt, það er nánast eins og ég hafi bara hreint og beint miðað á þig með byssu og öskrað “HELVÍTIS OKRARINN ÞINN!!! EIIIINOKUN!!!” en þetta var jú langt frá því, ég vildi bara koma á stað rökræðu og umræðu enda er þetta áhugamál frekar slappt á köflum og hefði gott að einni svona.
Svo kemur Xeeder með þessi fínu og góðu rök, finnst gott hjá honum að koma með smá innlegg, og þá ekki bara einhliða, heldur góð rök og svona, good job eins og einhver myndi nú segja.
Svo fékk ég þetta frá “Emister” á irkinu: (mIRC):
"[14:35:10] LOL !!!!!!!!!!!!!!
[14:36:09] hvennig datt þér í hug að það væri ekkert mál að fara og skrá smyglaðan merkjara… :)
[14:37:20] þetta er ekkert litboltafélögunum að kenna.. bara þessum heimskulegu lögum á íslandi (þ.e.a.s álagningu á hlutina,,, því annars væri marr ekkert að smygla)“
First off, mér datt EKKI í hug að það væri ekkert mál, þá hefði ég ekki verið að spandera tíma í það að skrifa grein á áhugamál á huga til að fá svar við þessu. Secondly, þá var ég ekki að ”kenna“ ”ásaka“ eða neitt þvíumlíkt félgögin fyrir einokun og álagninguna.
Menn eru greinlega mjög snöggir að fara í varnarstöður hérna og draga ályktanir strax.
ps. Gangi ykkur ”un offical“ íslenska landsliðinu vel úti og skemmtið ykkur sem best.
pss. Afhverju fékk þetta ekki að vera grein? Góð umræða og svona, er það vegna þess að þetta var í þínum huga svona ”skot“ eða eitthavð álika? Ég var einfaldega að reyna að koma smá umræðu á stað.
<br><br>
”Killing for Peace is like Fucking for Virginity"
Úff greinilega að menn eru í GÓÐUM HUGA hérna… :)
En tökum þetta lið fyrir lið.
1) Ólöglegir merkjarar
Ef að þú kaupir merkjara sem er ólöglega innfluttur til landsins þá er ekki hægt að skrá hann löglegan. Sama hvort að þú vissir að hann var ólöglega innfluttur eða ekki. Ég og Daxes höfum farið á fund dómsmálaráðherra til að reyna að fá breytingu á þessu, þ.e.a.s. að gefin verði ákveðin griðtími einu sinni til að fá alla þá merkjara sem innfluttir voru áður en litbolti var gerður löglegur skráða. Þetta er flókið mál og ekki hlaupið að þessu.
2) Merkjarar gerðir upptækir
Ég veit ekki til þess að litboltafélag hafi tekið ólöglegan merkjara af nokkrum manni. En endilega leiðréttu mig ef að það er rangt hjá mér. Við vitum um óheyrilega mikið magn af merkjurum og erum eins víðsýnir og efni standa til í þessum málum.
3) Álagning á merkjurum.
Álagning á merkjurum sem verið er að flytja til landsins.
Daxes fer með rétt mál hér. Það er sáralítil álagning á merkjurum sem fluttir eru til landsins. Rétt fyrir gengismun. Reyndar er það svo að litboltafélögin eru með það góð sambönd (Engill, Litbolti og LBFR) að oft erum við að fá merkjara löglega til landsins á sama verði og þeir eru seldir á útúr búð erlendis, með öllum gjöldum og slíku. Þetta á reyndar við um dýrari merkjarana (yfir 100þús). Yfirleitt kosta ódýrari merkjarar talsvert meira á Íslandi en erlendis. Ástæðan er einföld. Flutningskostnaður er hár, vörugjald og tollur leggst á vöruna ef hún er framleidd utan ESB og virðisaukaskattur hár á Íslandi.
4) ebay
Það er minnsta mál að versla merkjara af ebay. En gera þarf það í gegnum litboltafélag. Vandamálið er að það verður að fá leyfi fyrir innflutningnum áður en varan kemur til landsins og oft getur það tekið nokkrar vikur (alveg eftir því hvað er að gera hjá Ríkislögreglustjóra). Það eina annað sem þarf er nóta frá seljanda þar sem fram kemur verðið á merkjaranum. Þegar varan kemur til landsins þarf að greiða af henni gjöld (vörugjald, toll og virðisaukaskatt) (ahh… já vinsamlegast athugið að tölvumunir eru undanþegnir vörugjaldi og tolli, tek þetta fram því einhver hafði reynslu á að flytja inn harða diska minnir mig.) síðan þarf Lögreglustjóri í umdæmi þess félags sem flytur merkjarann inn að samþykkja reikninginn. (LiBS í Keflvík, LBFR í Hafnarfirði, Engill og Litbolti í Reykjavík)
5) Eignarhald á merkjaranum
Skv. Reglum númer 464 frá 2000 er einstaklingseign á litmerkibyssum óheimil. Litboltafélög eru stofnuð í þeim tilgangi að veita félagsmönnum tækifæri til að versla merkjara og annan búnað sem fellur undir reglugerð um litbolta. Félagið á merkjarann en “lánar” þér hann til afnota. Félagið og þú gerið með ykkur samning. Í honum felst að þú sért sá eini sem megir fá merkjarann lánaðann hjá félaginu. Einnig ef að einstaklingseign á merkjurum verður nokkurn tíman leyfð þá skuldbindur félagið sig til þess að “selja” þér merkjarann á 500 kr. Við erum að nýta okkur þessar reglur til að félagsmenn okkar geti spilað með sínum merkjurum.
Ég vona að þetta skýri fyrir ykkur ZyruZ og xeeder hvernig hlutirnir ganga hjá litboltafélögunum. Reyndar tel ég að Daxes hafi skýrt þetta 100% og að þessi viðbrögð ykkar við svari hans hafi verið alveg útí hött. Daxes svaraði mjög einfaldlega og benti þér á það að þú hafir haft rangt fyrir þér í öllum þeim atriðum sem þú bentir á, sem er hárrétt hjá honum. ;-)
Bestu kveðjur,
Xavier<br><br>Jesus Loves You! Everyone Else Thinks Your A Cunt!!!
0