Húsnæðismál - Til DaXes
Ég var að velta því fyrir mér hvað félli undir skilgreininguna allmennilegt húsnæði fyrir félagið? <br>Ég geri mér grein fyrir því að það þarf læsta geymslu undir merkjara en hvað þarf til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru?<br>Dugar að hafa læsta hurð og öryggiskerfi?<br>Eftir hverju er verið að leita þegar þið talið um hentugt húsnæði?<br>Er hægt að fá einhverjar frekari upplýsingar um það hvaða kröfur lögreglustjóri fer fram á? <br>Það virðist ekki vera mjög sterkbyggt húsnæðið hjá Litbolta í Kópavogi. Það eina sem að ég rak augun í var öryggiskerfið. Ekkert sér styrktar dyr eða neitt svoleiðis. Er ekki bara málið að fá skrifstofu með öryggiskerfi til að byrja með og stækka síðan við sig þegar félagið vex og dafnar?<br>Ef að það er nægilegt að hafa öryggiskerfi á staðnum þá er ekki mikið mál að verða sér úti um húsnæði… eða hvað?<br><br>Endilega látið vita hvað þarf til.<br><br>Kveðja,<br><br>Xavie