Það eru flestir með kútinn áfastann, en sumum finnst þægilegt að vera með kútinn á remote slöngu.
Jú, það er meiri þyngd í því að vera með kútinn á merkjaranum, en í staðinn getur maður haldið kútnum að sér svipað og notað sem viðbótarstöðuleika.
Það er þó þægilegra að hafa kútinn á svokölluðu “drop forward”. Dropp er málmstykki sem flytur kútinn neðar og framar frá handfanginu.
Tilgangurinn er tvenns lags. Í fyrsta lagi til að fá betra jafnvægi í merkjarann þar sem kúturinn nær þá styttra aftur og jafnvægispunkturinn kominn nær handfanginu.
Í öðru lagi til að hægt sé að taka merkjarann nær sér og vera þéttari í byrginu. Maður sýnir þá minna af sjálfum sér þegar maður gægist úr byrginu til að ná skoti á andstæðingana.
kv,
Guðmann Bragi