Innflutningur og eign á litmerkibyssum
Svona gengur þetta fyrir sig :<br><br>1) Litboltafélag þarf húsnæði sem lögreglustjóri staðarins samþykkir til að geyma byssunar í.<br><br>2) Félagið sækir um skráningu sem Litboltafélag til Ríkislögreglustjóra þegar 1. er klárt. Þá má félagið flytja inn litmerkibyssur.<br><br>3) Félagsmaður í litboltafélagi, til dæmis LBFR, gefur félaginu pening í innkaupasjóð og biður um að keypt verði ákveðin litmerkibyssa.<br><br>4) Félagið sækir um heimild til innflutnings á þessari byssu til Ríkislögreglustjóra. Ef heimild fæst flytur félagið inn byssuna.<br><br>5) Félagið á byssuna.<br><br>6) Félagið lánar félagsmanni byssuna þegar hann vill nota hana. Félagið lánar engum öðrum þessa ákveðnu byssu. Félagið skuldbindur sig til að selja þessum félagsmanni byssuna fyrir verð sem BÁÐIR samþykkja, verði einhvern tíma leyft að einstaklingar megi eiga litmerkibyssur.<br><br>7) Félagsmaður verður að skila byssunni aftur um leið og kostur er, þar sem félagið verður að geyma byssuna þegar hún er ekki í notkun.<br><br>8) Það verða að vera ákveðnir umsjónarmenn með útlánum sem bera ÁBYRGÐ á því að sá sem fær byssu lánaða NOTI grímu og slasist EKKI. Umsjónarmaður ber LÍKA ábyrgð á að byssunni sé skilað. Hann ber sem sagt ábyrgð á notkun byssunar.<br><br>9) Félagsmaður þarf að borga fyrir viðhald og/eða viðgerðir á þessari ákveðnu byssu, sé þess þörf.<br><br>10) Félagsmaðurinn má sjálfur flytja inn, eiga og geyma gaskút, grímu og kúlur. Þ.e. allt annað en byssuna sjálfa.<br><br>LBFR vantar húsnæði skv. lið 1 til að geta byrjað.<br><br>kv.<br>DaXes