Nei….kúlurnar eru úr gelatínhúð, matarlími eins og lýsisperlur eða baðkúlur. Ég held að skelin veikist mjög við það að frjósa og þiðna.
Innihaldið er blanda af vatni, polyethelene glycol, náttúrusápu og matarlit. Polyethelene glycol er sprittafbrigði, skaðlaust náttúrunni og brotnar niður í frumefni sín. En eins og öll spritt hindrar það að vökvinn frjósi, líklega niður undir 10 gráðu frost.
En það versta sem gerist er það að þegar þú tekur frystar kúlur út úr kuldanum og þær byrja að þiðna, þá dagga þær. Það þéttist raki úr andrúmsloftinu utan á þeim eins og á glasi með klaka í.
Þessi raki gengur í gegnum matarlímið, inn í kúluna og leysir um leið upp matarlímið í skelinni, þannig að hún verður þunn, teygjanleg og veik.
Kúlan bólgnar einnig af vökvanum, verður of stór fyrir hlaupið og springur í merkjaranum.
kv,
DaXes