Brass Eagle merkjararnir eru ekki þess virði að hugsa um þá. Eftir að hafa spilað með þeim nokkrum sinnum viltu selja þá og fá þér eitthvað betra. Væntanlegir kaupendur munu örugglega spyrja mig eða einhvern annan um þá og ég hreinlega get ekki gefið nokkrum manni það ráð að kaupa þá.
Ég mæli með að þú kíkir á Spyder eða Tippmann m98custom ´sem ódýra byrjendamerkjara. Það borgar sig að kaupa aðeins dýrari og betur gerðan merkjara með svolitlu af aukahlutum. Þannig merkjari endist þér lengur ef þú heldur áfram í sportinu og er auðseljanlegri, bæði ef þú vilt hætta í sportinu eða langar að fá þér eitthvað betra.
Spyder X-tra til dæmis á 90 dollara:
http://store.yahoo.com/actionvillage/010-4112.htmlHún er með vertical feed, þ.e. kúlurnar fara lóðrétt beint niður í merkjarann og front grip fyrir framan gikkinn, í gripinu er líka expansion chamber, sem þó er frekar lítill, en samt sem hitar aðeins og þenur út kolsýruna svo hún fari síður fljótandi upp í merkjarann og jafnar á henni þrýstinginn svo skotkraftur verður jafnari. Einnig er hún með litlu drop forward á skeftinu sem flytur kútinn framar og neðar, það bætir þyngdardreifingu og þar með jafnvægið í merkjaranum og þú getur haldið honum nær þér, sem skiptir máli því þú vilt gægjast sem minnst fram úr byrginu sem þú skýlir þér við í leiknum.