Þetta er mjög svipaður merkjari og Spyder.
Ég myndi spá í Extreme útgáfuna :
http://store.yahoo.com/actionvillage/010-0508.htmlsem kostar 120 dollara í stað hinnar á 70.
Ástæðan er að þá ertu komin með ýmsa hluti sem þú þyrftir strax að kaupa þér í viðbót.
Eins og Beavertail aftan á merkjarann þannig að boltinn sem gengur aftur úr sláist ekki í grímuna þegar þú miðar.
Grip fyrir framan gikkinn til að styðja við og ná betra og stöðugra miði.
Regulator sem minnkar hættuna á að fá fljótandi kolsýru upp í merkjarann, fljótandi kolsýra frystir þéttihringi og þeir byrja að leka.
og drop forward, stykkið neðan á gripinu sem flytur kútinn framar og neðar. Þá geturðu haldið merkjaranum nær þér og verið þéttar og innar í byrgjum þannig að það er erfiðara að hitta þig.
32 degrees sem framleiða þessa merkjara er hluti af National Paintball Supply, sem er eitt stærsta fyrirtækið í litbolta í heiminum.
Kíkið á :
http://www.pbreview.com/products/reviews/408/og
http://www.pbreview.com/products/reviews/780/en hafið í huga að á pbreview eru eigendur að dæma eigin merkjara, þannig dómarnir eru ekki alveg hlutlausir. Fólk er annað hvort ánægt eða hefur orðið fyrir vonbrigðum. Þannig að einkunnir eru annað hvort mjög góðar eða mjög slæmar.
Allir merkjarar af ódýrari tegundum, þ.e. undir nokkur hundruð dollurum eru með lélegum hlaupum. Það tekur því ekki fyrir framleiðendur að hafabetra hlaup á merkjaranum, þá verður merkjarinn bara dýrari og það fá sér allir nýtt hlaup fjótlega hvort sem er á hvaða merkjara sem er.
Smart Parts Progressive hlaupið á 5.500 er því mjög góð viðbót til að bæta úr þessu. Mitt mat á því er að þar fæst mjög gott hlaup sem er einnig ódýrt.
kv,
DaXes|LBFR