Ég skal redda járnum og augum á stauratoppana sem gera nokkurs konar flaggstangartopp á þá, til að geta híft netið upp og niður, því það gengur ekki að festa netið upp, næsta rok slítur það í tætlur. Vindálag af þéttu neti er eins og á segli. Tala nú ekki um ef einhver ísing er í þokkabót.
Þá vantar 4 metra stiga til skrúfa þetta á stauratoppana.
Það þarf slatta af reipi. Mér sýnist að það þurfi að festa netið upp á reipi eftir endilangri efri brúninni og svo auðvitað upp og niður staurana til að hífa og slaka.
Hefur einhver mælt þetta…Ég giska á :
5 metrar milli 7 staura, það eru 6 bil upp á 30 metra.
4 metra hár staur * 7 staurar * 2 fyrir upp og niður = 56 metrar
Samtals 86 metrar. Ekki verra að útvega slétt 100 metra.
kv,
Guðmann Bragi