Þetta er rangt því að í fyrrasumar kostuðu kúlurnar 8500 kall kassinn. Rétt er að dollarinn hefur farið lækkandi og lækkað um einhverjar krónur (var 86 kr þegar þær kúlur sem núna eru til voru keyptar) en við pöntuðum kúlur til að menn gætu spilað í allan vetur og en er um 1/2 bretti eftir. Þar sem álagning á kassa er frekar lítil þá sjáum við okkur illfært um að lækka verðið á kassanum. Það er nú svo að ef að enginn kaupir kúlurnar þá seljum við þær á vellinum okkar í sumar. Þá geri ég ráð fyrir að þurfa að panta eitthvað meira. Þá fyrst verða til kúlur á lægra verði.
Kveðja,
Xavie