model98 flatline
Eins og flestir vita (allavegana þeir sem hafa kynnt sér vopnin vel) þá gerir flatline model98 miklu langdrægari. Þetta hljómar vel, meina hver vill ekki geta skotið næstum tvöfald lengra, en svo fór ég að hugsa og áttaði mig á því að þetta þýðir að ef þú ert að spila á kópavogsvellinum þá gætir þú líklega skotið óvart yfir girðinguna og á umferðina. Ég er reyndar ekki viss um hve langt það er frá vellinum að veginum og held að venjulegar byssur ráði ekki við vegalengdina en flatline ætti að getta það einkum ef skotið er upp á við í hagstæðum vindi.<br><br>Anyway svona leggst það í mig og það ætti kannski að skoða þetta nánar. Svo getur þetta náttúrulega bara verið það að völlurinn virðist nær en hann er.