LBFR - FAQ v0.9a
Ég vona að þetta svari flestum spurningum. ATH : Þetta eru bara drög frá mér og hugsast sem hugmyndir mínar.<br>Félagsfundur ákveður auðvitað allt sem máli skiptir og ræður á endanum.<br><br>1) Tilgangur LBFR er að vera farvegur eða vettvangur þar sem menn og konur geti spilað litbolta á sem skemmtilegastan og ódýrastan hátt.<br><br>2) Til að ná þeim tilgangi sínum þarf félagið bæði húsnæði undir byssugeymslu og völl.<br><br>3) Það verður ekki selt inn á völlinn, enda ætlar félagið ekki að vera með starfsmann í vinnu (þetta á að vera ódýrt, ekki satt). En það mun kosta eitthvað að byggja völlinn.<br><br>4) Það þarf að leigja húsnæði, það kostar ekki minna en 400 þús á ári. Árgjaldið á að borga það og vonandi verður einhver afgangur svo það verði hægt að gera eitthvað fyrir völlinn.<br><br>5) LBFR mun eiga byssurnar og lána félagsmönnum. Félagsmaður gefur LBFR pening og biður um að það sem keypt byssa sem honum (henni) verði lánuð. Félaginn ræður þannig hvernig byssa verði keypt fyrir hann. Sú byssa verður ekki lánuð öðrum.<br><br>6) Með því að hafa smáálagningu á byssunni fæst peningur til að gera völlinn betri.<br><br>7) Það þarf að safna í stóra pöntun til að fá magnafslátt á byssunum og ódýrari sendingarkostnað per byssu (hafa þetta ódýrt).<br><br>8) Fyrstu fréttir frá Ríkislögreglustjóra benda til að Litboltafélögin muni geta sameinast um pantanir. Þá verður eitt félag skráð fyrir innkaupunum en það verði þá leyft að það félag selji hinum. Þegar pöntunin fer til Ríkislögreglustjóra til samþykktar verður þá að tilgreina hvaða byssur eigi að fara til hvaða félags.<br><br>9) Félagið mun kannski eiga örfáar byssur til viðbótar til að lána eða leigja gestum.<br><br>kv.<br>Guðmann Bragi Birgisson<br>formaður LBFR<br>aka DaXes