AirSoft er bannað og ég sé ekki líkur á því að það verði leyft.
Þetta eru eftirlíkingar alvöru vopna og það er mjög strangt tekið á þeim í vopnalögum eins og blindur sagði hér að ofan. AirSoft hefur það að markmiði að líkja sem mest eftir “alvöru” bardögum með alvöru skotvopnum.
Litboltafélög flytja þetta því ekki inn.
Litboltamerkjararar hins vegar hafa síðustu ár færst fjær og fjær útliti alvöru skotvopna, eru skrautlegir, litskrúðugir og með miklum fræstum skrautröndum og munstrum.
Keppni í litbolta er einnig að þróast í allt aðra átt en AirSoft. Litboltakeppnir eru að verða að eigin íþrótt með eigin strategíu, aðferðum og reglum. Búningar liðanna eru einnig skrautlegir og litríkir eins og búningar í flestum ef ekki öllum liðsíþróttum.
Þessi aðgreining litbolta frá “alvörunni” og hvernig merkjarar og reglur, búningar og allt sem íþróttinni tengist hefur fjarlægt alvöru skotvopn er eitt af því sem gerði það mögulegt að fá þetta leyft.