Framhaldsstofnfundur LBFR<br>Haldinn 18.7.2000, kl.17:00, í Sigtúni við Austurvöll<br>Mætingarlisti er hjá formanni. <br><br>Dagskrá stofnfundar<br>Það er tilgangur framhaldsstofnfundar að staðfesta lög félagsins, kjósa fyrstu stjórn og ákveða árgjald. <br>1) Kjör stjórnar. Formaður er kjörinn sérstaklega og svo 2 meðstjórnendur<br>2) Kjör Endurskoðenda<br>3) Lagabreytingartillögur afgreiddar<br>4) Kjör í nefndir<br>5) Ákvörðun árgjalds<br>6) Önnur mál<br><br><br>1. Kjör stjórnar<br>Áður en að kjöri stjórnar kom var lýst eftir aðila með skotvopnaleyfi til að taka að sér hlutverk ábyrgðarmanns. Sigurberg Hauksson bauð sig einn fram og var sjálfkjörinn.<br>Til formanns var einn í framboði, Guðmann Bragi Birgisson og var því sjálfkjörinn.<br>Til tveggja meðstjórnenda voru 3 í kjöri, Jóhannes Þór Skúlason, Eyþór Guðjónsson og Pétur Marel Gestsson. Áður en kom að kosningum milli þeirra var lögð fram lagabreytingartillaga. Lagt var til að meðstjórnendur yrðu 4 í stað 2. Var sú tillaga einróma samþykkt. Þá bauð sig fram Ólafur Þröstur Sveinbjörnsson. Var kjör þeirra fjögurra samþykkt með lófataki. <br><br>2. Kjör endurskoðenda<br>Einar Haukur Þórisson var kjörinn endurskoðandi og Nathan Ólafur Richardsson til vara. <br><br>3. Lagabreytingatillögur<br>Fyrir fundinn höfðu komið fram tvær tillögur til lagabreytinga : <br><br>a) Lagt er til að 2. grein laga félagsins verði breytt og verði svohljóðandi :<br>Tilgangur félagsins er þríþættur: <br>1) Að halda úti aðstöðu fyrir félaga sína til æfinga og keppni í litbolta og vera vettvangur þar sem þeir geta miðlað hver öðrum af reynslu sinni og kunnáttu. <br>2) Að kynna íþróttina fyrir íslensku þjóðinni og afla henni vinsælda.<br>3) Að fá það til leiðar að einstaklingar megi eiga litmerkibyssu án byssuleyfis. <br><br>b) Lagt er til að 2. málsgrein 9. grein laga félagsins verði breytt og verði svohljóðandi :<br>Málsgreinin er nú :<br>Til almennra félagsfunda skal boðað þegar þörf krefur, að dómi meirihluta stjórnar, eða þegar minnst 1/5 hluti félagsmanna óskar þess. Slíka fundi skal boða með minnst 14 daga fyrirvara í pósti. Á slíkum fundum má gera ályktanir og áskoranir til stjórnar o.s.frv., en ekki afgreiða nein mál sem heyra undir aðalfund samkvæmt lögum þessum. <br><br>Lagt er til að hún verði :<br>Til almennra félagsfunda skal boðað þegar þörf krefur, að dómi meirihluta stjórnar, eða þegar minnst 1/5 hluti félagsmanna óskar þess. Slíka fundi skal boða með minnst 14 daga fyrirvara í tölvupósti og tilkynningu á heimasíðu. Á slíkum fundum má gera ályktanir og áskoranir til stjórnar o.s.frv., en ekki afgreiða nein mál sem heyra undir aðalfund samkvæmt lögum þessum. <br><br>Báðar tillögur voru samþykktar. <br><br>4. Kjör í nefndir<br>Lýst var eftir áhugasömum einstaklingum til að starfa í tveimur nefndum, vallarnefnd og húsnefnd. Í vallarnefnd buðu sig fram og voru kjörnir Sveinbjörn Enoksson, Enok Jón Kjartansson, Sigurður Halldórsson og Már Goldingay. Í húsnefnd buðu sig fram og voru kjörnir þeir Vignir Guðjónsson og Ómar Óskarsson.<br>Í hvora nefnd mun stjórn skipa einn stjórnarmann. <br><br>5. Ákvörðun árgjalds<br>Tillaga um 5000 krónu árgjald var lögð fram og hún samþykkt. <br><br>6. Önnur mál<br>Ræddar voru ýmsar tillögur að reglum félagssins til útlána á byssum í eigu félagsins. Niðurstaða umræðnanna var að stjórn var falið að gera tillögur sem lagðar yrðu fyrir félagsfund. <br><br>Fundi slitið kl. 18:50