Myndir frá 7-man Wold Cup í Toulouse Eins og sumir vissu kannski átti ég þess kost að vera tvo daga af fjórum á Millenium mótinu í Toulouse, sem er fjórða mótið af sex í mótaröð evrópskra atvinnumanna í litbolta.

http://www.millennium-series.com/

Þó Millenium Series sé evrópska mótaröðin er hún sótt af bandarískum atvinnumannaliðum, alveg eins og mótaröð NPPL atvinnumannadeildarinnar í USA er sótt af evrópskum liðum.

En ekki geta einungis atvinnumenn sótt þessi mót. Liðum er skipt í þrjá flokka og er það lagt í hendurnar á liðunum að velja sér hvaða flokk þó vilja tilheyra. Það er því ákveðið heiðursmannasamkomulag um að velja sér ekki lægri flokk en getan segir til um til að auka sigurlíkur sínar.

Flokkarnir eru:
Novice : Fyrir nýgræðinga og hobbýista, þátttökugjald 700 evrur á lið.
Amateur : Fyrir lengra komna hobbýista og þá sem æfa reglulega, mega samt vera með sponsors. Þátttökugjald 1000 evrur á lið.
Pro : Fyrir bestu liðin, þá sem eru með mikið spons, þó fáir hafi beina atvinnu af spilamennskunni einni saman, þátttökugjald 2000 evrur á lið.

Samtals voru um 130 lið á Toulouse, sem er eitt af stærstu mótunum sem haldið er árlega í litbolta í heiminum, Pro liðin voru 23, Amateur 36 og Novice liðin voru 71. Frönsk lið voru áberandi flest enda langflest lið í Novice flokki og ferðakostnaður því hindrandi þáttur. Þó voru lið víða að, til dæmis 1 lið frá Japan.

Keppt er eftir stigafyrirkomulagi, þar sem lið fær stig fyrir hvern andstæðing sem merktur er úr leik, 1 stig fyrir hvern mann sem liðið á inni á velli í leikslok, 32 stig fyrir að ná fána andstæðinganna og 40 stig fyrir að koma honum í heimahöfn. Þannig er mest hægt að fá 100 stig fyrir leik.

Mótið tekur fjóra daga, frá fimmtudegi til sunnudags. Fimmtudagurinn er undirbúningsdagur þar sem haldnir eru fundir mótsstjórnar með dómurum og fyrirliðum og skipulagið kynnt.

Á föstudegi og laugardegi eru riðlar. 11 lið eru í hverjum riðli, nokkur Novice lið, fáein Amateur lið og 1 eða 2 Pro lið. Þannig fá allir að minnsta kosti 10 leiki, fimm hvorn dag og Novice og Amateur liðin geta reynt sig á móti Pro liði.

Á sunnudegi eru úrslit, 12 Pro lið, 16 Amateur lið og 16 Novice lið komast áfram og farið er eftir hæstu heildartölu stiga, ekki eru trygg sæti upp úr hverjum riðli.

Úrslitakeppnin hefst með nýrri riðlakeppni og 4 stigahæstu liðin í hverjum flokki fara áfram í fjögurra liða úrslit, þar sem allir spila við alla, þ.e. 3 leiki og stig ráða úrslitum

Úrslit urðu þessi :

Pro :
1) Bob Long's Ironmen, USA, 283 stig af 300 mögulegum
2) South Californian Ironmen, USA, 206
3) All American Strange, USA/UK, 120
4) Russian Legion, RUS, 30

Amateur :
1) Check It, USA, 291
2) Scalp, Fr, 153
3) Vision 1, Fr, 109
4) Malera, Nor, 79

Novice :
1) Zero Kewl, USA, 201
2) All Stars Red, Ger, 130
3) Aliens, Fr, 123
4) GPC, Fr, 120