Sæl öll,
Við ætlum að spila í kvöld í skóglendi innan höfuðborgarsvæðisins. Nei þetta eru ekki mistök. Við ætlum að spila í skógi innan höfuðborgarsvæðisins.
Sumir hafa spilað þarna áður og vita að þetta er stórskemmtilegt svæði. Við þurftum að hafa talsvert fyrir því að fá leyfi (landeiganda) til að spila þarna þannig að ekki er víst að þetta verður endurtekið.
Mæting í Lund í Kópavogi (Paintball í Kópavogi) klukkan 19:00. Lagt verður af stað þaðan klukkan 19:15 í síðasta lagi. Kúlur verða til sölu á staðnum, 8.000 kall kassinn með 2000 kúlum.
Hægt er að fá leigðar græjur en í þó er takmarkað magn. Verður að panta þær fyrir klukkan 17:00 með því að hringja í mig eða senda mér SMS í síma 898-3499. Kostnaðurinn við að fá leigðar græjur er 1500 kall.
Hlakka til að sjá sem flesta.
Vilhelm Patrick Bernhöft (Xavier)