Paintball völlur verður settur upp í Herjólfsdal um næstu helgi. Þetta er í fyrsta skipti sem Paintball kemur til Eyja og er mikil tilhlökkun yfir því í Eyjum.
Fyrir þá sem hafa áhuga á því að spila þá er hægt að panta tíma í síma 893-9000.
Nú er um að gera að skora á alla sem þú þekkir til að mæta í Herjólfsdal um helgina til að spila. Þetta er skemmtilegra en þú heldur. Ekki missa af þessu tækifæri.
Það er líka kominn tími til að það verði stofnað Litboltafélag í Vestmannaeyjum. Skemmtilegast að eiga sinn eigin búnað.
Sjáumst um helgina,
Xavie