Ég fór að spila þarna í dag og ákvað að miðla því til ykkar hvernig mér fannst völlurinn og umgjörðin í kringum þetta.
Ég verð að viðurkenna það að ég átti ekki von á því að völlurinn væri í þessu húsi sem að hann er í. Þetta er húsið beint við hliðina á Ellingsen og ská á móti Héðinshúsinu sem að Loftkastalinn er í. Þetta er alveg snilldar staðsetning, í 101 Reykjavík.
Það verður að taka til greina að ekki er búið að opna völlinn og hann er í raun ekki tilbúinn. Ástæðan fyrir því að við vorum að spila þarna í dag var að prófa byssurnar (Brass Eagle Raptor) og völlinn.
Völlurinn sem er tilbúinn er í raun efsta hæðin í húsinu. Þetta er stór opið svæði með súlum inná milli og búið að koma upp helling af bunkerum og þannig dóti. Húsnæðið hefur verið tilbúið undir tréverk þegar þeir í SS Stál komu að þessu en það eru einmitt þeir kapparnir úr Hafnarfirðinum sem að eru að opna þennan völl.
Það er talsverður munur á að spila utandyra og innandyra. Það bergmálar allt miklu meira og maður á erfiðara með að heyra hvaðan skotin eru að koma.
Völlurinn sem þeir eru búnir að koma upp er frekar góður. Það er fullt af bunkerum og hægt að spila allskonar leiki og skipta vellinum upp á ótal vegu, það eina sem að stoppar mann þar er hugmyndaraflið. Þar sem ég er vanur því að spilæa utandyra voru fyrstu leikirnir frekar erfiðir, maður er að venjast nýjum aðstæðum og ekki hægt að henda sér niður eða renna sér án þess að stórslasa sig.
Þar sem húsnæðið er frekar hrátt og ekki er búið að opna er ekki búið að koma upp hitablásurum eða ofnum í húsnæðinu. Þetta var til verulegra ama í dag því að við vorum alltaf að lenda í því að kolsýran var að frjósa, sem gerir það að verkum að kúlurnar eiga það frekar til að springa í hlaupinu. Af þeim orsökum er ekkert hægt að segja um það hvernig Brass Eagle byssurnar eiga eftir að standa sig sem leigubyssur.
Þeir SS Stál menn voru þó ákveðnir í því að leysa þetta vandamál áður en völlurinn opnar, en áætlaður opnunartími er eftir 2 vikur (helgina 18-19 nóv) en það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur. Það sem að þessi völlur hefur framyfir vellina hjá Litbolta ehf (sem eru með vellina í Saltvík og Kópavogi) er mópufríjar grímur. ÞVÍLÍKUR MUNUR!!! Það er ekki hægt að bera þetta tvennt saman. EYÞÓR ÞÚ VERÐUR AÐ FARA AÐ VERSLA ÞÉR ALMENNILEGAR GRÍMUR!!!
Á heildina litið varð ég mjög ánægður með daginn og greinilegt að það er nóg að gerast í litbolta á Íslandi þessa dagana. Þetta er völlur sem að hægt verður að spila á í allan vetur.
Verðinu á völlinn verður stillt í hóf og verður ódýrara fyrir þá sem koma með sína eigin byssu. Nú er bara að fara að skoða hvað það er sem að maður vill versla og panta sér. Það er ekkert til fyrirstöðu lengur því að LiBS og LBFR geta bæði pantað byssur fyrir sína félagsmenn.
Nóg í bili… Xavie